top of page

SKILMÁLAR OG SKILYRÐI

 

Lestu eftirfarandi lagaskilmála áður en þú bókar hjá okkur.

 

Með því að opna, vafra, nota og / eða ljúka við pöntun í gegnum vefsíðu okkar viðurkennir þú og samþykkir að hafa lesið, skilið og samþykkt skilmálana hér að neðan. Þessir skilmálar og skilyrði munu breytast af og til og eiga við um alla okkar þjónustu.

 

Zipline Akureyri er ferðasali dagsferða og býður upp á zipline ævintýraferðir í Glerárgili á Akureyri. Hægt er að bóka beint í gegnum Zipline Akureyri og / eða hvaða þá vefsíðu sem Zipline Akureyri gerir þjónustu sína aðgengilega. Ef þú ert í vandræðum með að panta á vefsíðu Zipline Akureyri, vinsamlegast sendu okkur tölvupóst.

 

Zipline Akureyri ehf. (Zipline Akureyri) áskilur sér rétt til að breyta ferðaáætlunum og / eða tímaáætlunum ef þörf krefur, vegna slæms veðurs og / eða annarra skyldra aðstæðna. Zipline Akureyri tekur ekki ábyrgð á tjóni, tapi, slysi, veikindum, breytingum á ferðaáætlunum eða áætlunum af völdum veðurs, verkfalla eða einhvers annars atburðar sem Zipline Akureyri hefur ekki stjórn á, svo sem flug tafir, flutning á fundarstað, breytingar eða afpantanir, meiðsli, veður, náttúruhamfarir o.fl. og / eða önnur ófyrirsjáanleg mál. Þú berð ábyrgð á því að veita Zipline Akureyri réttar upplýsingar svo við getum haft samband ef breytingar verða á bókun þinni.

 

VERÐ

Öll verð fyrir þá þjónustu sem Zipline Akureyri veitir eru byggð á núverandi innkaupsverði á Íslandi, íslenskum krónum (ISK) eins og sést á vefsíðu okkar. Sem staðbundinn rekstraraðili getur Zipline Akureyri ekki verið ábyrgt fyrir sveiflum á gjaldeyri og / eða viðbótargjöldum sem kunna að verða bætt á, eins og millifærslugjöld, kreditkortagjöld o.fl.

 

TILBOÐ & AFSLÁTTARKÓÐAR

Vinsamlegast hafðu í huga að ekki er hægt að nota sérstök tilboð, svo sem afsláttarkóða við pöntun eftir að kaup hafa farið fram, svo sem í formi endurgreiðslu. Afsláttarkóða eða önnur sértilboð verður að færa í viðkomandi reit í greiðsluferlinu við bókun til að vera nothæfur.

 

ENDURGREIÐSLUR & AFBÓKANIR

Með því að bóka ferð annað hvort beint á vefsíðu Zipline Akureyri og / eða aðra vefi sem selja þjónustu Zipline Akureyri samþykkir þú alla skilmála sem varða greiðslu, endurgreiðslu- og afbókunarstefnu okkar fyrir alla aðila sem bókaðir eru og borgað fyrir í þínu nafni.

Allar afbókanir og beiðnir um endurgreiðslu ætti að senda til okkar skriflega á hello@ziplineakureyri.is 

Við erum meðvituð um að áætlanir breytast og stundum er óumflýjanlegt að breyta eða afbóka. Í þeim tilvikum reynum að vera sveigjanleg en hafðu í huga að afbókun á síðustu stundu leiðir ekki einungis til tekjutaps fyrir okkur heldur kemur í veg fyrir að við náum að fá bókanir frá öðrum viðskiptavinum. Eftirfarandi skilmálar eiga við um afpantanir viðskiptavina:

  • 100% af gjaldi ferðar er innheimt ef afbókað er 36 klukkustundum eða skemur fyrir bókaða ferð.

  • 100% af gjaldi ferðar er innheimt ef afbókað er 72 klukkustundum eða skemur fyrir bókaða prívat ferð.

  • Ef þú mætir ekki í fyrirfram bókaða ferð eða mætir of seint og ferðin er lögð af stað er engin endurgreiðsla gefin.

 

Ef Zipline Akureyri aflýsir ferð vegna veðurs, af öryggisástæðum eða af öðrum ástæðum:

  • Verður boðið uppá að færa ferðina á annan tíma og/eða dag í staðinn fyrir ferðina sem hætt var við.

  • Ef þú samþykkir aðra ferðatilhögun verður það bindandi og afbókun viðskiptavinar verður meðhöndluð með sömu skilmálum og tíunduð eru hér að ofan.

  • Ef ekki reynist hægt að færa ferðina á annan tíma og/eða dagsetningu verður ferðin endurgreidd að fullu.

  • Endurgreiðslur fara fram í gegnum greiðslugáttina okkar og getur tekið allt að 3 vikur að vinna úr endurgreiðslum. Vinsamlegast hafðu fyrst samband við útgefenda greiðslukortsins eða bankann þinn ef þú sérð endurgreiðsluna ekki birtast á greiðslukorta yfirlitinu þínu, og vinsamlegast láttu okkur vita ef vandamál koma upp.

 

TRYGGINGAR

Við setjum öryggi í forgang. Þrátt fyrir að vel þjálfaðir og reyndir leiðsögumenn okkar geri ávallt sitt besta til að tryggja öryggi og skemmtilega upplifun gesta, þá geta slys orðið sem kalla á læknishjálp. Þess vegna, eins og með allar ferðir, mælum við eindregið með því að þú kaupir ferðatryggingu í heimalandi þínu sem nær yfir þann kostnað sem þú kannt að verða fyrir af völdum slysa eða meiðsla, eða þurfir þú að hætta við bókunina með stuttum fyrirvara.

 

BÆKISTÖÐ

Bækistöðin okkar og mótsstaður er í Glerárgili við Hlíðarbraut á Akureyri, Íslandi. Sem kaupandi ferðarinnar berð þú ábyrgð á því að mæta á staðinn tímanlega fyrir ferðina og vera tilbúinn á réttum tíma á réttum stað. Zipline Akureyri veitir þér upplýsingar um stað og stund á miðanum sem er sendur á netfangið sem gefið var upp við bókun. Sért þú ekki viss um hvenær eða hvert þú átt að mæta fyrir áætlaða ferð þína, vinsamlegast skoðaðu bókunarstaðfestinguna þína eða vefsíðuna okkar.

 

ÚTIVIST

Nota skal viðeigandi skófatnað, helst gönguskó með stuðningi við ökkla og viðeigandi útivistarfatnað fyrir veður. Við áskiljum okkur rétt til að neita gestum um þátttöku í ferðinni sem ekki eru klæddir á viðeigandi hátt eða í óhentugum skóm þar sem það mun setja skemmtun og öryggi gestsins í hættu. Flétta þarf sítt hár eða setja í lágan hnút í hnakka til að það flækist ekki í búnaði.

 

Gestum / viðskiptavinum er bent á að öll þátttaka þeirra fer fram að öllu leyti á þeirra eigin ábyrgð og þeir verða að hegða sér og hlýta reglum starfsmanna Zipline Akureyri. Gestir / viðskiptavinir taka sjálfir ábyrgð á eigin öryggi og barna sinna.

 

TAKMARKANIR

Allir gestir / viðskiptavinir okkar verða að hafa náð 8 ára aldri og vega á bilinu 30 til 120 kg. Börn yngri en 16 ára þurfa að vera í fylgd fullorðins. Við krefjumst þess að gestir / viðskiptavinir okkar séu hæfir til útivistar og geti gengið á ójöfnu yfirlagi í allt að 10 mínútur í senn. Barnshafandi konur geta ekki tekið þátt í neinum zipline ferðum.

Allar ævintýraferðir og útivist bjóða uppá ákveðna áhættu og tekur Zipline Akureyri enga ábyrgð á slysum sem eru af völdum viðskiptavina eða rekja má til eigin athafna eða orsakast af þáttum sem við höfum ekki stjórn á. Með því að kaupa ferðina þína samþykkir þú þessi skilyrði, skilur afleiðingar þess og tekur ábyrgð á sjálfum þér í ferðinni. Þú gætir verið beðinn um að skrifa undir plagg þar sem Zipline Akureyri afsalar sér allri ábyrgð á því sem gæti komið fyrir í ferðinni.

Zipline Akureyri fagnar allri gagnrýni, bæði jákvæðum og neikvæðum þar sem það hjálpar okkur að bæta þjónustu okkar og árangur. Við kunnum að meta það ef þú gætir deilt reynslu þinni af ferðinni með okkur. Vinsamlegast hafðu í huga að allar kvartanir verða að berast Zipline Iceland innan 5 daga frá ferð. Annars eru mögulegar bætur fyrndar.

 

HÖFUNDARRÉTTUR

Texti, grafík, merki, myndir og allt annað efni á www.ziplineakureyri.is er í eigu Zipline Akureyri ehf. og er öll afritun og dreifing bönnuð nema það hafi verið heimilað með skriflegu leyfi.

 

TRÚNAÐUR

Seljandi heldur öllum upplýsingum um kaupanda í tengslum við kaupin sem trúnaðarmál. Upplýsingar verða undir engum kringumstæðum afhentar þriðja aðila. Greiðslukortaupplýsingar eru ekki geymdar hjá Zipline Akureyri.

 

LÖG OG REGLUR

Skilmálar þessir eru í samræmi við íslensk lög. Dómsmál skal höfðað fyrir íslenskum dómstólum. Zipline Akureyri ehf. (Zipline Akureyri) áskilur sér rétt til að breyta þessum skilmálum hvenær sem er.

bottom of page