FAQ
- 01
Á sumrin er opið í ferðir alla daga vikunnar kl. 10:00, 12:00, 14:00 og 16:00.
Þegar mikið er að gerast í bænum um helgar eða í kringum hátíðir og frídaga bætum við stundum við ferðum.
Einnig getum við tekið sérbókanir utan opnunartíma.
Skráðu þig endilega á póstlistann til að fá skilaboð um viðburði og tilboð.
- 02
Við erum staðsett á Þingvallastræti 50, í gamla Pálmholti, gula húsinu á bakvið leikskólann. Hér er kort.
Á Akureyri er frítt í strætó, skemmtilegur Hop On Hop Off strætó, þú getur líka Hoppað til okkar, gengið, hlaupið, hringt á leigubíl eða keyrt einkabílinn. Nóg af fríum bílastæðum hér.
Leiðir A5 og A6 ganga til okkar og nálægustu stoppistöðvar eru:
Réttarhvammur
Pálmholt
Furulundur
- 03
Við tökum við bókunum á vefsíðunni okkar hérna!
Fyrir stóra hópa og aðrar sérbókanir sendirðu okkur email: hallo@ziplineakureyri.is
Við hlökkum til að sjá þig á sviflínunum!
- 04
Það er ekkert til sem heitir vont veður, bara vondur klæðnaður! Klæddu þig í samræmi við daginn og þá geturðu zippað í hvaða veðri sem er!
Við mælum með stöðugum skóm með góðu gripi sem halda vel utanum fótinn, vegna þess að við göngum á náttúrustígum við misgóðar aðstæður.